Communications

Markaðssamskipti

Þeir sem þurfa að kynna fyrirtæki sitt og framleiðslu á heimsmarkaði þurfa kynningarefni á lýtalausri ensku. Brýnt er að sá sem það semur hafi ensku að móðurmáli, sé vanur markaðssetningu og nái þannig að koma upplýsingum örugglega til skila.

Á sama hátt margborgar það sig að láta lesa yfir allt auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift víða. Nákvæm og rétt stafsetning í rituðu máli getur skipt sköpum, og nauðsynlegt getur verið að ná réttum blæbrigðum og yfirbragði.

 • Eliza hefur unnið með okkur að ársskýrslu fyrirtækisins, fréttabréfum og öðru efni. Hún er hugmyndarík og kemur flóknum málum í auðlesinn texta, hefur góð tilbrigði í stíl og skilar öllu efni vel frá sér og í tíma.
  Elísabet Hjaltadóttir, f.v. Director of Corporate Branding, Actavis
 • Það er lítið vit í vitlausri ensku, eins og sagt er. Við hjá Iceland Express setjum traust okkar á Elizu, enda hefur hún oftar en ekki komið í veg fyrir að við settum eitthvað óttalega asnalegt á ensku á heimasíðuna okkar eða í fréttabréf til þúsunda Evrópubúa. Aðrir ættu að fara að okkar ráðum.
  Valgeir Valdimarsson, f.v. User Experience Director, Iceland Express
 • Eliza er sannur fagmaður og sterkur samstarfsaðili. Hún sér um allt enskutengt efni sem við hönnum fyrir okkar viðskiptavini og kemur með hugmyndir að borðinu sem gera skilaboð og útlit enn sterkari fyrir vikið.
  Jónas Þorbergsson, grafískur hönnuður, Fínlína
 • Reynsla Elizu af blaðamennsku, sölu og markaðsvinnu er ómetanleg þegar kemur að því að skapa skemmtilegan og lifandi texta. Hún er metnaðarfull, vandvirk og rosalega gaman að vinna með henni. Ég hef mælt með henni við alla sem ég þekki sem gætu mögulega þurft á hennar þjónustu að halda.
  Svanlaug Jóhannsdóttir, f.v. verkefnastjóri, Klak
 • Það er stórfínt að vinna með Elizu vegna þess að hún er það reynd og hæfileikarík í sínu starfi að henni tekst að ná þeim blæbrigðum sem þarf til að láta texta líta vel út.
  Þorsteinn Garðarsson, framkvæmdastjóri, Action Day
 • Háskólinn í Reykjavík hefur notið samstarfsins við Elizu og hún hefur veitt fyrirtaks þjónustu. Hún gerir meira en að prófarkalesa, hún les textann með gagnrýnum augum og bætir þannig þann texta sem hún vinnur með.
  Margrét Jónsdóttir Njarðvík, f.v. forstöðumaður alþjóðaskrifstofu, Háskólinn í Reykjavík
 • Við hjá Calidris höfum verið virkilega ánægð með samstarfið við Elizu. Hún er hugmyndarík, vel skipulögð og skilar góðu verki. Ég er mjög ánægður með allt sem hún hefur unnið fyrir okkur.
  Magnús Ingi Óskarsson, framkvæmdastjóri, Calidris (núna Sabre)
 • Eliza var sannkölluð himnasending fyrir okkur hjá Crymogeu því hún vinnur hratt og örugglega og er flinkur penni með tilfinningu fyrir máli og stíl.
  Kristján B. Jónasson, útgefandi, Crymogea
 • Eliza hefur komið að gerð bæklinga og annars efnis hjá okkur í Visit Reykjavík. Hún skilar alltaf góðu verki, ævinlega innan tímamarka og enska hennar er óaðfinnanleg. Þar að auki njótum við góðs af reynslu hennar í markaðsmálum. Eliza er sérlega dugmikil og áreiðanleg og ég hika ekki við að mæla með henni við alla sem þurfa að gefa út ritað efni á ensku á Íslandi.
  María Reynisdóttir, f.v. Verkefnastjóri ferðamála, Höfuðborgarstofu
 • Eliza er vandvirk og við höfum átt frábært samstarf saman. Hún er ávallt tilbúin að hjálpa og getur unnið verkefni hratt og vel. Eliza hefur hjálpað okkur mikið við skrif og þýðingar fyrir okkar markaðsefni.
  Halldór Kristmannsson, Global Communications and Media Relations, Alvogen
 • Skýr skilaboð sem ná til lesenda og vekja athygli á starfsemi fyrirtækja geta skipt sköpum. Enginn hefur reynst okkur betur en Eliza við að semja hnitmiðaðan texta fyrir heimasíðu okkar eða í annarri kynningu á fyrirtækinu. Eliza er hugmyndarík, röggsöm og hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar þess er þörf.
  Inga Sólnes, framkvæmdastjóri, Gestamóttakan — Your Host in Iceland
 • Eliza kappkostar að átta sig á þeim skilaboðum sem við viljum senda, og síðan gerir hún þau betri. Meðal verka hennar fyrir Vox Naturae má nefna greinargerðir fyrir háttsetta ráðamenn, alþjóðafyrirtæki og almenning. Ætíð tekst Elizu að ljá orðunum hinn rétta blæ og ná hinu rétta samhengi. Hún gerir svo miklu meira en að ritstýra og prófarkalesa, vekur máls á nýjum leiðum til að koma boðskap okkar á framfæri og sér nýja fleti á hverju máli. Hún er vandvirk og samviskusöm, dugleg og geðug í öllu samstarfi.
  Páll Ásgeir Davíðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Vox Naturae
 • Eliza vann með CCP að ritun og ritstjórn ársskýrslu fyrirtækisins. Hún er vandvirk og viðmótsþýð og leggur sig sérstaklega fram við að vinna á árangursríkan hátt með fólki sem hefur ekki ensku að móðurmáli. Hún er mjög skipulögð í öllu sínu starfi og það hjálpaði okkur við að skila verkefninu á tilsettum tíma. Vart þarf að taka fram að við hjá CCP munum leita til Elizu á nýjan leik að ári.
  Peri Desai, Corporate Communications Manager, CCP Games

Hvernig get ég aðstoðað?

Ég hef unnið við markaðssetningu og textagerð í rúman áratug (bæði á Íslandi og erlendis). Verkefni þar sem ég get orðið að liði eru m.a.:

 • Skrif auglýsinga- og kynningarefnis
 • Viðtöl, ritstjórn og umsjón fréttabréfa fyrirtækja
 • Sérhæfð greinaskrif
 • Yfirlestur ársskýrslna, fréttabréfa og annars efnis
 • Skrif á bloggsíður og heimasíður fyrirtækja
 • Ritstjórn ársskýrslna, fréttabréfa og annars efnis
 • Ráðgjöf um markaðskynningu erlendis
 • Traustur tengiliður fyrir starfsfólk sem þarf að láta lesa yfir eigin texta á ensku

Fyrir grafíska hönnuði: Samvinna um verkefni fyrir fyrirtæki með því að bjóða þeim heildarlausnir á sviði kynningarefnis.

Dæmi um fyrri verk

Ég skrifaði þær greinar, viðtöl og bæklinga sem hér fylgja og eru öllum aðgengileg. Ég hef einnig unnið fyrir ýmis fyrirtæki að skrifum sem voru ekki ætluð til opinberrar birtingar. Einnig hef ég unnið ársskýrslur, fréttabréf fyrirtækja, fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir.

 • Sævar Karl - Auglýsingatexti í bæklingi um verslanir í Reykjavík. May 2009 : PDF
 • Atlantica - Kynningargrein um laseraðgerðafyrirtækið Sjónlag, birt í tímariti Icelandair og í Iceland Review. January 2009 : PDF
 • Fish Farming International - Kynningargrein um framleiðslu Vaka, birt í Fish Farming International. January 2009 : PDF
 • Visit Reykjavík - Bæklingurinn „Think of a Family Break“ um höfuðborgarsvæðið. August 2008 : PDF
 • Reykjavík Pure Energy - Nokkur dæmi úr kynningarbæklingi fyrir höfuðborgarsvæðið (birtust 2005, 2006 og 2007). January 2007 : PDF
 • Issues & Images - Viðtal við Dr. Sigríði Valgeirsdóttur hjá NimbleGen. July 2006 : PDF
 • Iceland Express - Upplýsingar á ensku á heimasíðu Iceland Express. January 2006 : PDF
 • Iceland Review - Kynningargrein um Icelandair Hotels í sérblaði með Iceland Review. September 2005 : PDF
 • Sjávarkjallarinn - Bæklingur fyrir erlendar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir til Íslands. January 2005 : PDF

© 2005-2016 Eliza Reid og Dudo ehf.