Eliza Reid

Um Elizu

Ég ólst upp í Ottawa í Kanada og flutti til Toronto árið 1994 þar sem ég stundaði mitt háskólanám. Að loknu BA-prófi hélt ég til Englands, lauk MA-prófi frá Oxford-háskóla ári síðar og hóf svo störf þar.

Árið 2003 fór ég í fjögurra mánaða ferðalag um Rússland og Suðaustur-Asíu og kom síðan til Íslands með eiginmanni mínum, Guðna Th. Jóhannessyni. Hér höfum við síðan búið. Við eigum fjögur börn.

Ég fór að vinna sjálfstætt árið 2004 og stofnaði í því skyni eigið fyrirtæki árið 2008.

Hvers vegna að vinna með mér?

Ég er þaulreynd, kunnáttusöm og viðkunnanleg!

  • Yfir áratugs reynsla af sölu- og markaðsstörfum á ýmsum sviðum á alþjóðavettvangi.
  • Enska er mitt móðurmál. Ég get skrifað og lesið yfir skrif á bæði bandarískri og breskri ensku.
  • Ég skil of tala vel íslensku en ég tek ekki að mér þýðingar.
  • Hvað er Dudo?

    Heiti fyrirtækisins, Dudo, er myndað af fyrstu tveimur bókstöfunum í nöfnum sona minna, Duncans og Donalds.

© 2005-2016 Eliza Reid and Dudo ehf