Communications

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun er margþætt. Hún getur snúist um það að skipuleggja atburð, hrinda markaðsáætlun í framkvæmd, kynna nýja vöru eða nýta tengslanet til að ná ákveðnum markmiðum.

Ég hef unnið að mörgum mismunandi verkefnum með viðskiptavinum á Íslandi og erlendis.

Hvernig ég get orðið að liði:

 

 • Umsjón atburða og kynninga
 • Kynning atburða, fyrirtækja eða framleiðslu
 • Allsherjarumsjón verkefnis frá upphafi til enda
 • Tengiliður fyrir óskylda aðila við verkefnastjórnun
 • Eftirfylgni og greining á verkefnum að þeim loknum
 • Ein besta ráðstefna sem ég hef nokkurn tímann sótt.
  Alan Blyth, þátttakandi, The Arctic Convoys: A Lifeline Across the Atlantic
 • Takk fyrir frábærlega vel unnið verk - við erum himinlifandi.
  Michael Walling, ræðumaður, The Arctic Convoys: A Lifeline Across the Atlantic
 • Kærar þakkir fyrir frábæra skipulagningu og létta lund.
  Alec Douglas, ræðumaður, The Arctic Convoys: A Lifeline Across the Atlantic
 • Ég mun aldrei gleyma ráðstefnunni.
  Laura Vasilion, þátttakandi, The Arctic Convoys: A Lifeline Across the Atlantic
 • Þið félagar þínir eigið heiður skilinn fyrir að sjá um að þessi saga varðveitist.
  Ron Wren, formaður, The Arctic Campaign Memorial Trust, um The Arctic Convoys Commemorative DVD
 • Mér þótti [þessi mynddiskur] veita einstaka og stórkostlega innsýn í þennan þátt í sögu seinni heimsstyrjaldarinnar. Ég kunni einkum vel við vísurnar, gamanið og hina mannlegu hlið í sambandi við daglegt líf í skipalestunum. Og það kom vel út að blanda saman frásögnum sjónarvotta, erindum á ráðstefnunni og myndefni úr stríðinu sjálfu.
  Chris Erswell, sonur þátttakanda í skipalestunum í seinna stríði, um The Arctic Convoys Commemorative DVD
 • Ég vissi frá upphafi að vart hefði verið hægt að fá betri manneskju en Elizu í starf formanns ESU Iceland. Þegar hún tók við af mér árið 2009 beitti hún allri sinni kunnáttu og skipulagsþekkingu til að efla starf hópsins og hvatti alla í kringum sig til frekari dáða. Hún hefur verið drífandi, afskaplega vel skipulögð, full af ferskum og skemmtilegum hugmyndum og orku; hún hefur í raun verið lykilmanneskja á bak við velgengni ESU á Íslandi hingað til. Við værum ekki þar sem við værum í dag ef hennar hefði ekki notið við.
  Sigurður Darri Skúlason, formaður, ESU Iceland árið 2008
 • Elizu er frábærlega vel lagið að skipuleggja atburði. Hún er bæði vandvirk og vingjarnleg og leggur metnað sinn í að skila góðu verki. Við unnum saman að undirbúningi opnunarráðstefnu English-Speaking Union of Iceland. Í mörg horn var að líta, gestir komu hvaðanæva að úr heiminum, þeirra á meðal víðkunnir fyrirlesarar og sendiherrar. Eliza stóð sig með miklum sóma, leysti vel öll vandamál, stór sem smá, og atburðurinn heppnaðist einstaklega vel.
  Annette Fisher, f.v. Head of International, ESU, London, UK
 • One of my top three best travel and workshop experiences of my life. Will always remember this remarkable experience.
  Anne, Iceland Writers Retreat 2014 Participant
 • It was so perfectly planned and organized. The organizers did a brilliant job.
  Renate, Iceland Writers Retreat 2014 Participant
 • Knockout performance for a first-time conference; everything was fabulous.
  Diane, Iceland Writers Retreat 2014 Participant
 • [The Iceland Writers Retreat] was the organizers’ love letter to Iceland. ... I would strongly recommend this retreat, especially for beginner writers. My week there was an inspiring mix of craft and sightseeing.
  Katrina Woznicki, Iceland Writers Retreat 2014 Participant

Núverandi og fyrri verkefni

Annar stofnenda, Iceland Writers Retreat

 • Rithöfundaþingið Iceland Writers Retreat var haldið í fyrsta sinn í apríl 2014. Rithöfundar fjölmenna á þennan árlega viðburð og taka þar þátt í ýmsum vinnusmiðjum undir leiðsögn þaulreyndra og þekktra rithöfunda. Jafnframt kynnist fólk hinum ríka menningar- og bókmenntaarfi Íslendinga með ferðum um landið og heimsóknum á söfn. Ég er annar stofnenda þessa tímamótaviðburðar og framkvæmdastjóri námskeiðsins. Fjallað hefur verið um Iceland Writers Retreat í Huffington Post, the Daily Beast, the Singapore Straits Times, og the Independent (Bretlandi). Rithöfundaþingið var einnig tilnefnt sem eitt af bestu viðburðum sinnar tegundar í heiminum af blaðinu Sydney Morning Herald ásamt því að vera á topp tíu lista "Events to travel for in 2014" sem Four Seasons Magazine birti.

Ritstjóri, Icelandair Stopover, feb. 2012 —

 • Icelandair Stopover er tímaritið Icelandair. Það kemur út fjórum sinnum á ári og er ekkert íslenskt tímarit gefið út í eins miklu upplagi. Því er ætlað að kynna flugfarþegum fyrirtækið og vekja athygli ferðamanna á öllum þeim kostum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Minn starfi felst meðal annars í því að leita efnis, skrifa greinar, lesa yfir aðsent efni, vinna með hönnuðum, afla mynda, ráða greinarhöfunda og sinna yfirumsjón með öllu vinnsluferlinu. Hér má sjá dæmi um efnistök í tímaritinu.

Formaður, English-Speaking Union á Íslandi, jan. 2009 — mars 2013

 • Þetta er ólaunuð staða og formanni er ætlað að bera ábyrgð á átta manna stjórn deildarinnar, afla styrkja og annarra tekna, kynna ESU og atburði á vegum félagsins, sjá um samskipti við deildir og yfirstjórn erlendis, og skipuleggja atburði, t.d. fyrirlestra, ræðukeppnir í skólum og aðra tilfallandi viðburði. Íslandsdeild ESU hefur þegar staðið að mörgum atburðum, þrátt fyrir ungan aldur.
 • Í október 2009 voru tveir slíkar atburðir á meðal þeirra 15 sem þóttu sérstaklega athyglisverðir á ársfundi ESU-samtakanna.
 • Íslandsdeild ESU var formlega stofnuð í júní 2011. Var þá haldin alþjóðleg þriggja daga ráðstefna sem þótti heppnast mjög vel. Til Íslands komu 57 fulltrúar frá 16 löndum, fleiri en nokkru sinni fyrr við athöfn af þessu tagi innan ESU. Ráðstefnugestir sóttu móttökuathöfn á Bessastöðum og veislu í boði sendiráða enskumælandi ríkja. Á ráðstefnunni sjálfri fluttu utanríkisráðherra og rektor Háskóla Íslands erindi, auk sérfróðra fyrirlesara.

Verkefnisstjóri fyrir „The Arctic Convoys: Commemorative DVD“, 2008 — 2009

 • Að lokinni ráðstefnunni í Reykjavík um skipalestir á Norður-Atlantshafi sá ég um útgáfu á DVD-diskum með efni frá henni. Á disknum eru viðtöl við sjóliða sem tóku þátt í skipalestunum og fræðimenn sem hafa rannsakað sögu þeirra, auk annars efnis frá ráðstefnunni. Þetta verk var unnið í sjálfboðavinnu og fól m.a. í sér samskipti við kvikmyndatökumenn og leikstjóra, sex sendiráð og skrifstofu forseta Íslands. Ég sá einnig um skipulagningu fjármögnunar og öflunar styrkja til að standa straum af kostnaði við gerð diskanna. Verkefninu lauk í október 2009.

Verkefnisstjóri, The Arctic Convoys: A Lifeline Across the Atlantic, júlí 2008

 • Ég vann með Global Center, skrifstofu forseta Íslands, Háskóla Íslands og sex sendiráðum í Reykjavík við skipulagningu tímamótaráðstefnu sem þekktir fræðimenn og sjóliðar frá sjö löndum sóttu.

  Vörumerkiskynning

 • Árin 2006 og 2007 vann ég með breska útgáfufyrirtækinu Macmillan að kynningu á kennslubókum þeirra og orðabókum fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Í kjölfarið jókst sala þeirra á bókum fyrir framhaldsskóla um 150% og hlutdeild þeirra á grunnskólastigi þrefaldaðist.

© 2005-2016 Eliza Reid and Dudo ehf